Fitj­ar upp á hand­legg­ina og prjón­ar með hönd­un­um

Nafnið á vörumerki og fyr­ir­tæki Erlu Svövu Sig­urðardótt­ur er alls ekki út í blá­inn, þótt hvorki sé það að finna í ís­lensk­um né er­lend­um orðabók­um. Þvert á móti er Yarm út­spek­úl­erað og tákn­ar ein­fald­lega jarm. Me-me svo það sé al­veg á hreinu.

„Mamma átti hug­mynd­ina og var mein­ing­in fyrst hafa nafnið á ís­lensku, Jarm. Síðan kom okk­ur og þeim sem höfðu eitt­hvað til mál­anna að leggja sam­an um að heppi­legra væri að skrifa það með ypsiloni, enda framb­urður­inn sá sami. Eft­ir tölu­vert grúsk komst ég raun­ar að því að yarm þýðir kall eða grát­ur dýra sam­kvæmt fornri enskri orðabók,“ seg­ir Erla Svava. „Ekki endi­lega sauðkind­ar­inn­ar,“ bæt­ir hún við og bros­ir.

Sjá frétt á mbl.is