Yarm er Handverksmaður ársins 2018

Handverkshátíðin 2018 er haldin núna um helgina í Eyjafjarðarsveit. Á opnunarhátíðinni í gærkvöldi tilkynnti dómnefnd hátíðarinnar þrjá verðlaunahafa. Verðlaun voru veitt fyrir fallegasta bás ársins, nýliða ársins og handverksmann ársins. Að þessu sinni hlaut Yarm verðlaunin handverksmaður ársins en Aldörk hlaut verðlaun fyrir fallegasta básinn og Íslenskir leirfuglar fyrir nýliða ársins.

Það er hún Erla Svava Sigurðardóttir sem býr til Yarm vörurnar en hún notar eingöngu íslenska ull í vörurnar og handspinnur þær á rokk með natni og vandvirkni áður en hún handprjónar þær með prjónalausum aðferðum.

Skoða frétt hjá vf.is