“Yarm er lítið en framsækið fyrirtæki"
Við bjóðum uppá vörur úr íslenskri ull sem eru handunnar af natni og vandvirkni.

“Við hjá Yarm erum stolt af því að nota eingöngu sérvalda íslenska ull í vörur okkar.”

Íslenska sauðkindin er einstök tegund því stofninn hefur haldist einangraður í gegnum aldirnar. Ull hennar er að sama skapi einstök og engin sambærileg ull er til í heiminum. Náttúran er í hávegum höfð í gegnum allt framleiðsluferli ullarinnar. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og jarðvarmi og vatnsgufa eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslensku ullarinnar en sauðkindin sjálf, sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist á grasi sem vex á ósnortnu landi.

Gæðamerki íslensku ullarinnar á vörum staðfestir að varan er gerð úr ekta íslenskri ull. Við hjá Yarm erum stolt af því að nota eingöngu sérvalda íslenska ull í vörur okkar.
Þykka garnið sem er sérkenni Yarm er handspunnið á rokk af natni og vandvirkni áður en það er handprjónað með prjónalausum aðferðum. Þetta mikla handverk sem liggur að baki hverri vöru gefur vörunni þinni sín sérkenni og karakter sem vert er að halda uppá, því það á sér ekkert annað eins.

IMG_0248
IMG_0303

Framleiðsla og Hönnun

Íslendingar hafa Í aldanaraðir spunnið garn úr ull íslensku sauðkindarinnar. Er það staðreynd að Ísland hefði verið óbyggilegt án þess. Erum við hjá Yarm stolt af að nota eingöngu sérvalda íslenska ull í vörurnar okkar.

Erla Svava Sigurðardóttir stofnandi og aðalhönnuður Yarm hefur í árabil þróað þessar fornu spunaaðferðir og blandað þeim saman við spunaaðferðir annara þjóða Svo úr verður þykkt og sérstaklega slitsterkt garn sem síðar er svo handprjónað úr með prjónalausum aðferðum (arm knittitn).

Þessi blanda af fornum og nýjum framleiðsluaðferðum gefur Yarm vörunum þetta kunnuglega en á sama tíma nýstjárlega útlit sem hefur notið mikilla vinsælda.

1019624

Þjónusta

Afgreiðslutími

Erum með lítinn lager og því er oftast framleitt eftir pöntunum.
Afgreiðslutími er 1-4 vikur

Skilaréttur

Ef varan stenst ekki væntingar að einhverju leiti þá er ekkert mál að skipta eða skila og fá endurgreitt. 14 daga skilafrestur

Sérpantanir

Sérpantanir eru velkomnar. Sendu okkur hugmyndina þína og við svörum um hæl.